Sjónvarpið í svarthvítu og forsætisráðherra ekki fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Þórskonur fagna hér sigrinum í gær og sæti í bikaúrslitaleiknum. Vísir/Diego Þór Akureyri tryggði sér í gær sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í 49 ár þegar liðið vann Grindavík í undaúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira