„Smá heppni með okkur og góður karakter“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 22:37 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sína vakt vel í hægri bakverðinum í kvöld. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var eðlilega stoltur af liðinu eftir magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld. Með sigrinum er Ísland nú aðeins einum sigri frá sæti á EM í sumar. Íslenska liðið sýndi mikinn karakter að snúa leiknum við eftir að hafa lent undir eftir tæplega hálftíma leik, en Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu stuttu eftir að íslenska liðið hafði klikkað á algjöru dauðafæri. „Við byrjum náttúrulega bara leikinn illa. Svo fengum við þetta dauðafæri en við áttum það ekkert skilið,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali eftir leik. „Við vorum ekki góðir á bolta eða án bolta, en við náðum að svara fyrir okkur með frábæru aukaspyrnumarki og svo eftir annað fast leikatriði. Svo förum við bara inn í hálfleikinn og ræðum aðeins málin. Það var auðvitað smá heppni með í þessu í dag þegar þeir klúðra víti, en þetta var frábær karakter.“ Þá segir Guðlaugur að íslensku strákarnir hafi oft og tíðum sýnt það í leik kvöldsins að þeir eru með betra fótboltalið en Ísraelarnir. „Við sýndum það vel seinni hluta fyrri hálfleiks. Við sýndum það kannski ekkert mikið í seinni hálfleik, en síðustu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við með miklu betri stjórn og vorum að spila boltanum meira. Eitthvað sem við hefðum átt að gera miklu fyrr. Við breyttum aðeins taktíkinni okkar og sköpuðum okkur aðeins meira pláss.“ „En heilt yfir voru mörkin okkar úr föstum leikatriðum eftir góðan kafla í enda fyrri hálfleiks. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga eftir þennan leik, alveg fullt, og eins og ég segi var líka heppni með okkur. En þetta var góður karakter og við börðumst vel. Við vorum að djöflast og reyndum að fara í öll þessi einvígi. Þeir voru ekkert lélegir og voru bara flottir þegar kom að því að vera með boltann. Þeir voru að fylla vængsvæðin og gerðu okkur erfitt fyrir. En eins og ég segi þá var smá heppni með okkur og góður karakter sem við tökum með okkur. Við tökum þennan sigur og við fengum frábærar einstaklingsframmistöður hér í kvöld. Nú er það bara Úkraína.“ Að lokum var Guðlaugur beðinn um að lýsa frammistöðu Alberts Guðmundssonar, sem skoraði þrennu í leik kvöldsins. Hann bauð upp á stutt og laggott svar. „Bara stórkostlegur,“ sagði Guðlaugur einfaldlega að lokum. Klippa: Guðlaugur Victor eftir Ísraelsleikinn Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27 Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Íslenska liðið sýndi mikinn karakter að snúa leiknum við eftir að hafa lent undir eftir tæplega hálftíma leik, en Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu stuttu eftir að íslenska liðið hafði klikkað á algjöru dauðafæri. „Við byrjum náttúrulega bara leikinn illa. Svo fengum við þetta dauðafæri en við áttum það ekkert skilið,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali eftir leik. „Við vorum ekki góðir á bolta eða án bolta, en við náðum að svara fyrir okkur með frábæru aukaspyrnumarki og svo eftir annað fast leikatriði. Svo förum við bara inn í hálfleikinn og ræðum aðeins málin. Það var auðvitað smá heppni með í þessu í dag þegar þeir klúðra víti, en þetta var frábær karakter.“ Þá segir Guðlaugur að íslensku strákarnir hafi oft og tíðum sýnt það í leik kvöldsins að þeir eru með betra fótboltalið en Ísraelarnir. „Við sýndum það vel seinni hluta fyrri hálfleiks. Við sýndum það kannski ekkert mikið í seinni hálfleik, en síðustu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik vorum við með miklu betri stjórn og vorum að spila boltanum meira. Eitthvað sem við hefðum átt að gera miklu fyrr. Við breyttum aðeins taktíkinni okkar og sköpuðum okkur aðeins meira pláss.“ „En heilt yfir voru mörkin okkar úr föstum leikatriðum eftir góðan kafla í enda fyrri hálfleiks. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga eftir þennan leik, alveg fullt, og eins og ég segi var líka heppni með okkur. En þetta var góður karakter og við börðumst vel. Við vorum að djöflast og reyndum að fara í öll þessi einvígi. Þeir voru ekkert lélegir og voru bara flottir þegar kom að því að vera með boltann. Þeir voru að fylla vængsvæðin og gerðu okkur erfitt fyrir. En eins og ég segi þá var smá heppni með okkur og góður karakter sem við tökum með okkur. Við tökum þennan sigur og við fengum frábærar einstaklingsframmistöður hér í kvöld. Nú er það bara Úkraína.“ Að lokum var Guðlaugur beðinn um að lýsa frammistöðu Alberts Guðmundssonar, sem skoraði þrennu í leik kvöldsins. Hann bauð upp á stutt og laggott svar. „Bara stórkostlegur,“ sagði Guðlaugur einfaldlega að lokum. Klippa: Guðlaugur Victor eftir Ísraelsleikinn Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27 Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. 21. mars 2024 22:27
Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 21. mars 2024 22:22
Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42