Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 09:31 Oscar Gloukh með boltann í leiknum við Ísland í Búdapest í gærkvöld. Getty/Alex Nicodim Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31
KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48
„Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42