„Ekki fallega gert af Gylfa“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í vikunni, eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í síðustu viku. vísir/Vilhelm Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti