„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 22. mars 2024 13:00 Albert Guðmundsson var til umræðu í Besta sætinu. Getty Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira