„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 20:45 Sverrir Ingi er klár í slaginn. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. „Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
„Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira