Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 07:38 Strangtrúaðir hafa mótmælt fyrirætlunum stjórnvalda harðlega og komið hefur til átaka milli þeirra og lögreglu. Getty/Alexi J. Rosenfeld Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Málið er sagt ógna ríkisstjórn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, sem hefur sjálfur sagt stjórnina í hættu ef frumvarpið verður ekki að lögum. Strangtrúaðir Haredi-gyðingar hafa notið undanþágu frá herskyldu allt frá stofnun Ísralesríkis en þá var um að ræða 600 einstaklinga, sem var leyft að halda áfram námi í stað þess að ganga í herinn. Haredi-gyðingar helga líf sitt þekkingu á lögmálinu, Torah, en fjöldinn sem fær undanþágu hefur nú náð 66.000 og þykir sumum óforsvaranlegt að viðkomandi séu á framfæri ríkisins á sama tíma og aðrir Ísraelsmenn hætti lífi og limum í hernum. Frumvarpið felur í sér stofnun sérstakra hersveita strangtrúaðra en ekki er kveðið á um áætlaðan fjölda né virðist sem mönnum verði refsað fyrir að neita að þjóna. Benny Gantz, pólitískur andstæðingur Netanyahu en ráðherra í neyðarstjórninni, segist munu ganga úr ríkisstjórninni ef frumvarpið verði að lögum en ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að herskyldan verði framlengd. Þá hefur varnarmálaráðherran Yoav Gallant sagt að hann muni ekki styðja frumvarpið nema í sátt við alla þá sem eiga aðkomu að ríkisstjórninni. Svo virðist sem meirihluti sé fyrir því bæði innan ríkisstjórnarinnar og á þinginu að falla frá lengingu herskyldunnar og horfa frekar til þess að skylda strangtrúaða til að leggja sitt af mörkum. „Það er óþolandi að hugsa til þess að herskylda ungs fólks sé framlengd um þrjú ár á meðan jafningjar þeirra þjóna ekki einn einasta dag, hvorki herskyldu né borgaralegri skyldu,“ segir ráðherrann Yehiel Tropper á Facebook. Strangtrúaðir gyðingar og leiðtogar þeirra hafa hins vegar hafnað alfarið hugmyndum um herskyldu; enginn Haredi-gyðingur muni ganga í herinn né hætta lífi sínu. Yitzak Yosef, æðsti rabbíni Sephardi-gyðinga, segir strangrúaða munu flytjast úr landi ef af verður. „Ef þið neyðið okkur til að ganga í herinn, þá flytjum við öll erlendis. Ríkið byggir á þekkingu á Torah og án Torah mun herinn ekki hafa sigur.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Trúmál Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira