„Ekki týpan til að gefast upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 13:31 Callum Lawson í bikarúrslitaleiknum á móti Keflavík um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þau eru stutt og hnitmiðuð skilaboðin frá Tindastólsmanninum Callum Lawson á samfélagsmiðlum nú þegar úrslitastundin nálgast í deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson) Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson)
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira