„Ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 11:30 Síðasta tímabil var langt og strangt hjá Breiðabliki. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir forsendur fyrir góðu gengi hjá Breiðabliki í Bestu deild karla í sumar. Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira