Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 22:33 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30