Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 09:53 William Wragg er nokkuð háttsettur þingmaður Íhaldsflokksins en hann segist miður sín eftir að hann sendi símanúmer þingmanna, starfsmanna þingsins og blaðamanna til ókunnugs manns á Grindr. Getty/Johnathan Nicholson Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Bretland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Bretland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira