„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:58 Fanney Inga Birkisdóttir átti góðan leik í íslenska markinu. Vísir/Hulda Margrét Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira