Allir spenntir nema Halldór: „Ég meika þetta ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. apríl 2024 08:41 Halldór Smári í leiknum við Val á mánudag. Honum var síðar vísað af velli. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, verður á hliðarlínunni þegar hans menn opna Bestu deild karla gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld. Hann kvíðir því að þurfa að horfa á leikinn úr stúkunni. Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30