Homminn Baldur Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2024 09:31 Tugir einstaklinga hafa lýst sig reiðubúna til að gegna því mikilvæga verkefni að vera forseti lýðveldisins. Það endurspeglar eflaust heilbrigt lýðræði hve margir eru boðnir og búnir í starfið þó sumum finnist það orðið skrípaleikur. Breytingar í samfélaginu hafa án efa mikið að segja því með tilkomu samfélagsmiðla sem vettvangs fyrir slíkar stjörnur og áhrifavalda þá geta allir orðið stjörnur, jafnvel þótt aðeins að eigin mati sé. Þegar þú ert er stórstjarna í eigin bergmálshelli þá er stutt stökk á Bessastaði. Þrátt fyrir gagnrýni á fyrirkomulag forsetakosninga þá er langt í að allir sem vilja nái lágmarks fjölda undirskrifta. Á heildina litið eru þetta örfáir sem ná markmiðinu að geta boðið sig fram þannig að þröskuldurinn er þó einhver þótt deila megi um hvort hann þyrfti að vera hærri. Umræðan um væntanleg forsetaefni er skrautleg á köflum og einkennist stundum af algjöru þekkingarleysi eða einfeldni. Við höfum haft hina ýmsu forseta frá stofnun lýðveldisins sem hafa í reynd verið ákveðinn þverskurður af samfélaginu. Við höfum haft forseta sem var armur íhaldsins og hinna atvinnuskapandi stétta. Þá höfðum við virðulegan bónda sem kenndi sig við bændur og sveitarfólk landsins, því næst forseta fræða og aðdáunar á fornfrægri söguöld, forseta jafnréttis og íslenskrar tungu, hinn óútreiknanlegi Epal kommi sem var algjört kamelljón og breytti ásýnd embættisins, og forseta með sokkafetisið sem var hálfgert nörd og hluti af þeirri kynslóð sem er laus við allar formfastar hefðir. En hver er þá næstur? Ég ætla ekki að fara ofan af þeirri skoðun minni að Baldur Þórhallsson sé besti kandídatinn í þetta embætti enda vel að sér í stöðu heims- og stjórnmála og sögu þeirra sem nýtast best þessu embætti. Bakland hans er sterkt og af þeim sem nú þegar hafa komið fram er hann besti þverskurður okkar nútíma samfélags. Þá verður ekki litið fram hjá því að hann endurspeglar breytt viðhorf til mannréttindamála sem m.a. hefur leitt til þess að samkynhneigt par er orðið gjaldgengt í framboði til forseta lýðveldisins. Það er jafn merkilegt og þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram fyrst kvenna. Þeir sem gera lítið úr þessu vaða í villu. Það yrði stór sigur fyrir réttindabaráttu allra minnihlutahópa ef Baldur Þórhallsson fengi brautargengi að verða forseti lýðveldisins, sá fyrsti í sögu þjóðarinnar. Allt tal um að ekki eigi að velja út frá kynhneigð eru duldir fordómar. Þetta var líka uppi á teningnum þegar Vigdís bauð sig fram, auðvitað var það hluti af hennar baráttu að vera kona líkt og það er hluti af baráttu Baldurs Þórhallssonar að vera hommi og giftur manni sem tekur virkan þátt í baráttunni. Að öllu framangreindu slepptu þá hefur Baldur allt til brunns að bera til að verða framúrskarandi forseti. Hann er klár og vel gefinn með ómælda innsýn inni í stjórnskipun landsins og hvernig hún virkar, hann þekkir vel utanríkismál þjóðarinnar og málefni líðandi stundar á alþjóðlegum vettvangi. Hann er búinn að vera í hringiðu pólitískrar umræðu hér á landi lengi og beinlínis starfar við að fylgjast með þeim málum og greina þau innan Háskóla Íslands. Hann hefur réttu þekkinguna og reynsluna. Þá kemur að hinum margt umtalaða öryggisventli, það er hvort Baldur Þórhallsson geti staðið í lappirnar og synjað lögum sem fara gegn vilja þjóðar. Ágætur kollegi minn hafði orð á því að afstaða Baldurs í Icesafe-málinu sýndi að hann stæði ekki vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi rök ættu þá að útiloka Katrínu Jakobsdóttur líka frá embætti því allir þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kusu með Icesafe-frumvarpinu á sínum tíma. Baldur var bara varaþingmaður á þessum tíma en Katrín var ekki bara óbreyttur þingmaður heldur einnig ráðherra og var því í afburðastöðu til þess að hafa áhrif á málið, t.d. við ríkisstjórnarborðið. Það var líka hennar flokkur sem hafði fjármálaráðuneytið og forgöngu í málinu. Hver er þá öryggisventilinn ef valið stendur um flekklausa fortíð frambjóðenda í þessu samhengi af þeim sem hafa gefið kost á sér. Baldur Þórhallsson hefur í áratugi unnið við það að fylgjast með stjórnmálum og atburðum og greina aðstæður hverju sinni. Sem slíkur áhorfandi og greinandi býr hann yfir einstakri reynslu og innsæi til þess að lesa þær aðstæður þegar bil myndast milli þings og þjóðar. Hann, umfram alla aðra frambjóðendur, hefur þekkinguna og innsæið til að vita hvenær aðstæður eru með þeim hætti að forsetinn ætti að leggjast undir feld og huga að vilja þjóðarinnar. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hinsegin Sævar Þór Jónsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tugir einstaklinga hafa lýst sig reiðubúna til að gegna því mikilvæga verkefni að vera forseti lýðveldisins. Það endurspeglar eflaust heilbrigt lýðræði hve margir eru boðnir og búnir í starfið þó sumum finnist það orðið skrípaleikur. Breytingar í samfélaginu hafa án efa mikið að segja því með tilkomu samfélagsmiðla sem vettvangs fyrir slíkar stjörnur og áhrifavalda þá geta allir orðið stjörnur, jafnvel þótt aðeins að eigin mati sé. Þegar þú ert er stórstjarna í eigin bergmálshelli þá er stutt stökk á Bessastaði. Þrátt fyrir gagnrýni á fyrirkomulag forsetakosninga þá er langt í að allir sem vilja nái lágmarks fjölda undirskrifta. Á heildina litið eru þetta örfáir sem ná markmiðinu að geta boðið sig fram þannig að þröskuldurinn er þó einhver þótt deila megi um hvort hann þyrfti að vera hærri. Umræðan um væntanleg forsetaefni er skrautleg á köflum og einkennist stundum af algjöru þekkingarleysi eða einfeldni. Við höfum haft hina ýmsu forseta frá stofnun lýðveldisins sem hafa í reynd verið ákveðinn þverskurður af samfélaginu. Við höfum haft forseta sem var armur íhaldsins og hinna atvinnuskapandi stétta. Þá höfðum við virðulegan bónda sem kenndi sig við bændur og sveitarfólk landsins, því næst forseta fræða og aðdáunar á fornfrægri söguöld, forseta jafnréttis og íslenskrar tungu, hinn óútreiknanlegi Epal kommi sem var algjört kamelljón og breytti ásýnd embættisins, og forseta með sokkafetisið sem var hálfgert nörd og hluti af þeirri kynslóð sem er laus við allar formfastar hefðir. En hver er þá næstur? Ég ætla ekki að fara ofan af þeirri skoðun minni að Baldur Þórhallsson sé besti kandídatinn í þetta embætti enda vel að sér í stöðu heims- og stjórnmála og sögu þeirra sem nýtast best þessu embætti. Bakland hans er sterkt og af þeim sem nú þegar hafa komið fram er hann besti þverskurður okkar nútíma samfélags. Þá verður ekki litið fram hjá því að hann endurspeglar breytt viðhorf til mannréttindamála sem m.a. hefur leitt til þess að samkynhneigt par er orðið gjaldgengt í framboði til forseta lýðveldisins. Það er jafn merkilegt og þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram fyrst kvenna. Þeir sem gera lítið úr þessu vaða í villu. Það yrði stór sigur fyrir réttindabaráttu allra minnihlutahópa ef Baldur Þórhallsson fengi brautargengi að verða forseti lýðveldisins, sá fyrsti í sögu þjóðarinnar. Allt tal um að ekki eigi að velja út frá kynhneigð eru duldir fordómar. Þetta var líka uppi á teningnum þegar Vigdís bauð sig fram, auðvitað var það hluti af hennar baráttu að vera kona líkt og það er hluti af baráttu Baldurs Þórhallssonar að vera hommi og giftur manni sem tekur virkan þátt í baráttunni. Að öllu framangreindu slepptu þá hefur Baldur allt til brunns að bera til að verða framúrskarandi forseti. Hann er klár og vel gefinn með ómælda innsýn inni í stjórnskipun landsins og hvernig hún virkar, hann þekkir vel utanríkismál þjóðarinnar og málefni líðandi stundar á alþjóðlegum vettvangi. Hann er búinn að vera í hringiðu pólitískrar umræðu hér á landi lengi og beinlínis starfar við að fylgjast með þeim málum og greina þau innan Háskóla Íslands. Hann hefur réttu þekkinguna og reynsluna. Þá kemur að hinum margt umtalaða öryggisventli, það er hvort Baldur Þórhallsson geti staðið í lappirnar og synjað lögum sem fara gegn vilja þjóðar. Ágætur kollegi minn hafði orð á því að afstaða Baldurs í Icesafe-málinu sýndi að hann stæði ekki vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi rök ættu þá að útiloka Katrínu Jakobsdóttur líka frá embætti því allir þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kusu með Icesafe-frumvarpinu á sínum tíma. Baldur var bara varaþingmaður á þessum tíma en Katrín var ekki bara óbreyttur þingmaður heldur einnig ráðherra og var því í afburðastöðu til þess að hafa áhrif á málið, t.d. við ríkisstjórnarborðið. Það var líka hennar flokkur sem hafði fjármálaráðuneytið og forgöngu í málinu. Hver er þá öryggisventilinn ef valið stendur um flekklausa fortíð frambjóðenda í þessu samhengi af þeim sem hafa gefið kost á sér. Baldur Þórhallsson hefur í áratugi unnið við það að fylgjast með stjórnmálum og atburðum og greina aðstæður hverju sinni. Sem slíkur áhorfandi og greinandi býr hann yfir einstakri reynslu og innsæi til þess að lesa þær aðstæður þegar bil myndast milli þings og þjóðar. Hann, umfram alla aðra frambjóðendur, hefur þekkinguna og innsæið til að vita hvenær aðstæður eru með þeim hætti að forsetinn ætti að leggjast undir feld og huga að vilja þjóðarinnar. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar