Guðrún - Okkar biskup Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sr. Sigurður Grétar Helgason og Kristín Kristjánsdóttir skrifa 8. apríl 2024 08:31 Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun