Kjósum ekki Crassus Arnaldur Bárðarson skrifar 8. apríl 2024 08:15 Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun