Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 11:54 Margir íbúar Khan Younis hafa lagt leið sína til borgarinnar eftir að Ísraelar fóru að mestu þaðan. Fólkið hefur skoðað heimilí sín og reynt að bjarga eigum frá eyðileggingu. AP/Ismael Abu Dayyah Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32