„Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarliðið í deildinni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:51 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í úrslitakeppni en þeirra beið tap. vísir / hulda margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira