„Það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:01 Liverpool-menn leyndu ekki vonbrigðum sínum á Anfield í gærkvöld. Getty Liverpool gæti hafa spilað sinn síðasta Evrópuleik á Anfield undir stjórn Jürgens Klopp, þegar liðið steinlá gegn Atalanta í gær, 3-0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira