„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2024 08:16 Jeremy Paxman er einn þekktasti fjölmiðlamaður Breta. BBC Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins. Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum. Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum.
Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira