Útkoman sem allir óttuðust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. apríl 2024 01:00 Varnarmálaráðherra Yoav Gallant á fundi hermálanefndar Ísraels. Getty Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei. Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei.
Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52