„Þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson gerði sitt besta til að hvetja sína menn til dáða en varð lítt ágengt Vísir/Vilhelm Pétur Ingvarson, þjálfari Keflavíkur, var með einfalda og beinskeytta skýringu á því hvað hefði klikkað í kvöld þegar liðið tapaði 77-56 gegn Álftanesi, en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta og níu í þeim fjórða. „Skotin! Klárlega, klárlega“ - svaraði Pétur kíminn. „Þetta er hörku varnarlið og þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik. Því fór sem fór. Við þurfum bara að reyna að laga það sem illa fór í kvöld fyrir næsta leik.“ Það má í raun kjarna þennan leik í að Álftanes hafi náð að spila sinn leik og snúið þessu upp í leik sem Keflavík vill alls ekki spila. Hægan leik, mikið hnoð og djöfulgang. „100 prósent. 100 prósent. Þeir fengu að spila þetta. Miðað við síðasta leik þá var miklu meiri harka leyfð og minna dæmt en það er bara eins og það er. Við þurfum bara að skoða það og finna einhverjar leiðir.“ Blaðamanni fannst línan hjá dómurum ekki skýr í leiknum en Pétur var ekki á sama máli. „Mér fannst nú eiginlega bara frekar að við vorum bara ekki nógu harðir af okkur. Við getum stjórnað því hvað við erum harðir af okkur og hvernig við stígum út. Við skíttöpuðum frákastabaráttu og skíttöpuðum þessum leik.“ „Lélegustu eða bestu dómarar í heimi hefðu ekki getað bjargað okkur úr þessu. Það erum við sem þurfum að bæta okkur. Ef línan er ekki eins þá er það bara eitthvað sem dómararnir þurfa að skoða og reyna að bæta sig í og við bætum okkur í því sem við getum bætt okkur í.“ Tap í kvöld er þó enginn heimsendir, það er bara áfram gakk og allur sá pakki. „Bæði þessi lið þurfa að vinna þrisvar til að fara áfram og það hefur ekkert breyst en menn eru aðeins nær þessu núna.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
„Skotin! Klárlega, klárlega“ - svaraði Pétur kíminn. „Þetta er hörku varnarlið og þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik. Því fór sem fór. Við þurfum bara að reyna að laga það sem illa fór í kvöld fyrir næsta leik.“ Það má í raun kjarna þennan leik í að Álftanes hafi náð að spila sinn leik og snúið þessu upp í leik sem Keflavík vill alls ekki spila. Hægan leik, mikið hnoð og djöfulgang. „100 prósent. 100 prósent. Þeir fengu að spila þetta. Miðað við síðasta leik þá var miklu meiri harka leyfð og minna dæmt en það er bara eins og það er. Við þurfum bara að skoða það og finna einhverjar leiðir.“ Blaðamanni fannst línan hjá dómurum ekki skýr í leiknum en Pétur var ekki á sama máli. „Mér fannst nú eiginlega bara frekar að við vorum bara ekki nógu harðir af okkur. Við getum stjórnað því hvað við erum harðir af okkur og hvernig við stígum út. Við skíttöpuðum frákastabaráttu og skíttöpuðum þessum leik.“ „Lélegustu eða bestu dómarar í heimi hefðu ekki getað bjargað okkur úr þessu. Það erum við sem þurfum að bæta okkur. Ef línan er ekki eins þá er það bara eitthvað sem dómararnir þurfa að skoða og reyna að bæta sig í og við bætum okkur í því sem við getum bætt okkur í.“ Tap í kvöld er þó enginn heimsendir, það er bara áfram gakk og allur sá pakki. „Bæði þessi lið þurfa að vinna þrisvar til að fara áfram og það hefur ekkert breyst en menn eru aðeins nær þessu núna.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira