„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:22 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna. „Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
„Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira