Besti vinur úlfanna hlakkar til að tengjast áhorfendum í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2024 21:01 Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Stöð 2 Margverðlaunaður franskur píanóleikari kemur fram með einni fremstu sinfóníuhljómsveit Þýskalands, Bamberg, í Hörpu annað kvöld. Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu. Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu.
Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira