Skorar tíðast allra en missir enn af leikjum Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 16:00 Diogo Jota skoraði gegn Fulham um helgina og hefur þar með skorað tíu deildarmörk í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Getty/Zac Goodwin Portúgalinn Diogo Jota missir af næstu þremur leikjum Liverpool hið minnsta vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur þegar misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þó skorað tíu mörk. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira