Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 23:30 Ralf Rangnick er 65 ára gamall og er efstur á óskalista Bayern Munchen. Getty Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. „Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni. Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni.
Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira