Glæsileg þjóðbúningamessa á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2024 20:15 Prestur dagsins, Sigríður Kristín (t.v.) og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem var með hugvekju dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Rangárþingi fögnuðu komu sumarsins með þjóðbúningamessu í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli þar sem karlar, konur og börn mættu prúðbúin til messu í sínum þjóðbúningum. Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.” Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.”
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira