Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar

Það er til marks um sérkennilega forgangsröðun stjórnvalda að á sama tíma og mikið er talað um að styrkja innviði samfélagsins, sé stöðugt þrengt að tekjulindum þeirra stofnana sem gegna mikilvægu menningar-, félags- og samfélagshlutverki.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkju­þing skorar á stjórn­völd að hækka sóknargjald

Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna.

Innlent
Fréttamynd

Séra Flosi Magnús­son fallinn frá

Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur og sveitarstjóri á Bíldudal, lést á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð þann 11. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Dýr­mæt þjóðfélags­gerð

Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­kirkjan engu svarar – hylur sig í fræði­legri þoku

Eftir að greinin mín „Er þetta virkilega svar þjóðkirkjunnar?“ birtist á Vísi hefur umræðan haldið áfram – ekki síst á samfélagsmiðlum. Þar svaraði presturinn og siðfræðingurinn Bjarni Karlsson í þremur löngum færslum á Facebook og vísaði í bók sína Bati frá tilgangsleysi og kenningar Bonhoeffers, McFague og Frans páfa.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjur og kynfræðsla

Fólk þarf helgidóma.Mörg okkar tengja best við æðri mátt undir berum himni. Sum eiga sinn fjallasal með árniði og sögu liðins tíma eða ilmandi fjöru fyrir opnu hafi. Önnur eiga hálendið að trúnaðarvini. En svo þurfum við líka að eiga staði með öðru fólki. Örugga staði sem marka tímamót lífs og dauða, gleði og sorgar.

Skoðun
Fréttamynd

Fermingar­fræðslan um­deilda stappi nærri sturlun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti hlynntur að­skilnaði ríkis og kirkju

Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

Tinda­tríóið híft upp en Anna Sigga enn föst

Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. 

Lífið
Fréttamynd

Prestur á Dal­vík sver af sér kjafta­sögur um ó­kristi­lega hegðun

Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda.

Innlent
Fréttamynd

Biskup Ís­lands heim­sækir Úkraínu

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er í Úkraínu í dag ásamt höfðuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Innan við helmingur segist trúaður

Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

40 ára af­mæli Þorlákskirkju fagnað í Þor­láks­höfn

Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­sættan­legt hversu margir falla fyrir eigin hendi

Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Guðs­þjónusta og setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Bylgja Dís er látin

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Skýra mætti lög um út­farir til að koma í veg fyrir ó­vissu

Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi geðheilbrigðis

Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Tjáningar­frelsi

Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama.

Skoðun
Fréttamynd

Fækkar sí­fellt í Þjóð­kirkjunni

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar sífellt, en frá 1. desember síðastliðnum hefur skráðum meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 385. Haldi sú þróun áfram styttist í að minna en helmingur þjóðarinnar sé í Þjóðkirkjunni.

Innlent
Fréttamynd

Ný Miðgarðakirkja vígð í Gríms­ey

Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“

Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljóts­hlíð

Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Innlent