„Höfum verið að bíða eftir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 12:01 Sara Rún Hinriksdóttir mætir fersk til leiks í kvöld eftir tíu daga pásu. Vísir/Hulda Margrét „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. „Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
„Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira