Þrenna Orra Steins hélt titilvonum FCK á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 18:05 Orri Steinn fagnar einu marka sinna. Anders Kjaerbye/Getty Images Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni. Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira