Vilja vekja áhuga ungu kynslóðarinnar á töfrum klassískrar tónlistar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:24 Stelpurnar vinna vel saman og allt gengur hnökralaust fyrir sig á æfingum. Vísir/Ívar Þrjár táningsstúlkur, sem hófu tónlistarnám á leikskólaaldri, hafa stofnað kammersveit og stefna hátt. Þær vilja höfða til ungu kynslóðarinnar og vekja áhuga hennar á töfrum klassískrar tónlistar. Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís. Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís.
Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira