Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 13:01 Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel eftir þrennuna gegn AGF í gær. Öll mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Getty/Lars Ronbog Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor. Danski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor.
Danski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira