Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 22:21 „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða. „Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð. Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð.
Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00