Fyrir hverja eru skoðanakannanir? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 1. maí 2024 10:31 Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu. Kannski er ekki rétt að segja að kannanirnar hafi verið leiðarvísir því hvernig komið er fram við frambjóðendur og rætt um þá er nánast eins og hver könnun sé nýjustu niðurstöður úr kosningum fremur en svör kjósenda í úrtaki. Ég get ekki annað séð en að þessi áhersla á skoðanakannanir svona snemma sé varhugasöm og er tilfinningin sú að margir kjósendur séu búnir að ákveða að sumir frambjóðendur eigi ekki möguleika, áður en kosningabaráttan er raunverulega byrjuð. Í fréttatímum er óteljandi tíma eytt í að rýna í þessar skoðanakannanir, í sumum tilfellum er meira að segja gengið svo langt að einungis frambjóðendur sem skora hátt fá umfjöllum og boð í viðtöl. Þetta er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar. Það er svo sem ekkert nýtt sem ég er að draga hér fram, lengi hafa verið skiptar skoðanir á skoðanakönnunum og er ekki svo langt síðan að bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningar hafi verið nálægt því að rata í lög. Sálfræðileg áhrif kannana eru óumdeilanleg þar sem margir kjósendur vilja ekki “sóa atkvæðinu sínu” og því líklegri til að kjósa frambjóðendur sem skora hátt í könnunum fram yfir þann kost sem þau raunverulega vilji kjósa. Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá. Meðan ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarnar vikur og hlustað á tölfræði sérfræðinga rýna í hvað tölurnar raunverulega gefi til kynna þá hefur ein spurningin komið upp í kollinn á mér aftur og aftur: Fyrir hverja eru þessar skoðanakannanir? Það liggur í augum uppi að þetta skapar umræður og er gull fyrir fjölmiðla en hvað gera þessar tölur fyrir mig sem kjósanda? Á það að veita mér fullvissu að heyra að karlmenn á mínum aldri séu líklegri til þess að kjósa frambjóðanda X fremur en frambjóðanda Y? Á það að vera staðfesta fyrir mig um að ég sé að “kjósa rétt” því sá frambjóðandi sem mér líkar við sé að skora hátt? Væri ekki mun gagnlegra fyrir kjósendur að efst á baugi fjölmiðla væru hver séu í framboði og málefnin sem þau standa fyrir? Það er hægt að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þessum áherslum á skoðanakannanir því það eina sem slíkt leiðir af sér er að frambjóðendur verði útilokaðir sem möguleikar frá upphafi og höfum við séð það raungerast í þessum kosningum. Því vil ég skora á fjölmiðla að endurskoða þessar áherslur og gefa frambjóðendum jafnara pláss í sinni umfjöllun óháð könnunum. Auðvitað er það á ábyrgð frambjóðenda að koma sér og sínum málefnum á framfæri en ójöfn umfjöllun skapar ójafnan vígvöll. Fjöldi frambjóðenda í ár er ekki neikvæður hlutur heldur sýnir að lýðræði hér á Íslandi er sterkt, fólk trúir því að þeirra rödd megi heyrast og biðla ég því til þeirra sem fjalla um þessi mál að leyfa okkur að heyra beint frá öllum frambjóðendum hvers vegna þau sækist eftir embættinu frekar en að keppast við að koma til okkar túlkunum á skoðanakönnunum þar sem meirihluti svarenda tekur ekki afstöðu. Hjálpum kjósendum að taka upplýstar ákvarðanir og hvetjum fólk til að nýta þann lýðræðislega rétt sem það hefur til að kjósa þann frambjóðanda sem þau vilja, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það einungis atkvæðin sem skila sér 1. júní nk. sem telja. Gleðilegar forsetakosningar! Höfundur er Viðskiptastjóri
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun