Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 15:27 Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum. Vísir/Bjarni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira