Drakk átta bjóra fyrir beina útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:30 Peter Schmeichel og Jadon Sancho virtust hafa gaman af látunum í Jamie Carragher sem var bersýnilega búinn að fá sér nokkra bjóra. Skjáskot/@cbssportsgolazo Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu. Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira