Fjármunum veitt þangað sem neyðin er mest Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 3. maí 2024 09:00 Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Síerra Leóne Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun