Köllum það réttu nafni: Fordóma Derek Terell Allen skrifar 3. maí 2024 10:30 Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar