Kane skoraði en Bayern tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 16:23 Harry Kane er kominn með 36 deildarmörk en tap í dag þýðir að annað sætið er lika í hættu hjá Bayern. AP/Tom Weller Stuttgart vann 3-1 sigur á Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var síðasti leikur Bæjara fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Real Madrid. Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 69 stig og með tveggja stiga forskot á Stuttgart þegar tveir leikir eru eftir. Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér þýska titilinn en liðið er með 81 stig. Bayern gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í vikunni en seinni leikurinn er spilaður á Spáni á miðvikudaginn kemur. Þetta var ekki sannfærandi frammistaða hjá liðinu í dag í aðdraganda þess leiks. Leonidas Stergiou kom Stuttgart í 1-0 á 29. mínútu en Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Eftir þetta mark er Kane fimm mörkum frá því að jafna markamet Robert Lewandowski frá 2021 en það er 41 deildarmark á einni leiktíð. Kane er með 36 mörk og 8 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni. Varamennirnir Woo-Yeong Jeong (83. mínúta) og Silas Katompa Mvumpa (90.+3 mínúta) tryggðu Stuttgart sigurinn. Stuttgart gæti tekið annað sætið af Bayern sem hefði verið mun fjarlægari draumur ef Bayern hefði unnið þá í dag. Dortmund er einnig að undirbúa sig fyrir seinni undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni en liðið vann 5-1 sigur á Augsburg í dag. Youssoufa Moukoko skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Donyell Malen, Felix Nmecha og Marco Reus. Reus átti einnig tvær stoðsendingar. Dortmund vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrri undanúrslitaleik liðanna en sá síðari verður í París á þriðjudagskvöldið. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 69 stig og með tveggja stiga forskot á Stuttgart þegar tveir leikir eru eftir. Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér þýska titilinn en liðið er með 81 stig. Bayern gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í vikunni en seinni leikurinn er spilaður á Spáni á miðvikudaginn kemur. Þetta var ekki sannfærandi frammistaða hjá liðinu í dag í aðdraganda þess leiks. Leonidas Stergiou kom Stuttgart í 1-0 á 29. mínútu en Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Eftir þetta mark er Kane fimm mörkum frá því að jafna markamet Robert Lewandowski frá 2021 en það er 41 deildarmark á einni leiktíð. Kane er með 36 mörk og 8 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni. Varamennirnir Woo-Yeong Jeong (83. mínúta) og Silas Katompa Mvumpa (90.+3 mínúta) tryggðu Stuttgart sigurinn. Stuttgart gæti tekið annað sætið af Bayern sem hefði verið mun fjarlægari draumur ef Bayern hefði unnið þá í dag. Dortmund er einnig að undirbúa sig fyrir seinni undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni en liðið vann 5-1 sigur á Augsburg í dag. Youssoufa Moukoko skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Donyell Malen, Felix Nmecha og Marco Reus. Reus átti einnig tvær stoðsendingar. Dortmund vann 1-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrri undanúrslitaleik liðanna en sá síðari verður í París á þriðjudagskvöldið.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira