Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 23:31 Harry Maguire missir af síðustu leikjum tímabilsins ef marka má tilkynningu Man Utd. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira