„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2024 22:06 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. „Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann