„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:02 Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. „Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita