Svik forsetaframbjóðanda við börnin á Gaza Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2024 13:01 Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar