„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 09:01 Erik ten Hag hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United síðustu tvö ár. Getty/Sebastian Frej Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn