Stjörnur tímabilsins í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:01 Hefðbundin deildarkeppni í Bestu deild karla er hálfnuð. Fyrri umferðinni í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta er lokið. Af því tilefni valdi Vísir tíu stjörnur tímabilsins til þessa. Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar. Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira
Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar.
Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira