Dæmdur fyrir aðstoð við morð en valinn í landslið Síle Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:30 Luciano Cabral hefur staðið sig vel á fótboltavellinum eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hinn 29 ára gamli fótboltamaður Luciano Cabral gæti spilað á Copa América í sumar, á reynslulausn eftir að hafa verið dæmdur fyrir að aðstoða pabba sinn við morð. Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní. Copa América Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Morðið var framið á nýársdag árið 2017 og var pabbi Cabrals dæmdur í 16 ára fangelsi. Cabral, sem þá var 21 árs, var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir að aðstoða pabba sinn en blóð úr fórnarlambinu fannst á skóm Cabrals. Cabral er í dag 29 ára og kominn á reynslulausn, eftir að hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann er í dag leikmaður eins af betri liðum Síle, Coquimbo Unido, og hefur skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. „Félagið okkar veitir mönnum annað tækifæri,“ sagði félagið í fréttatilkynningu um komu Cabrals. Og nú hefur Cabral verið valinn í 55 manna hóp leikmanna sem Ricardo Gareca, landsliðsþjálfari Síle, hyggst velja úr fyrir Copa América í sumar. 🚨➡️ Estos son los 5️⃣5️⃣ jugadores que conforman la lista provisional de La Roja🇨🇱 informada a @CONMEBOL por el Cuerpo Técnico de su entrenador Ricardo Gareca para la Conmebol @CopaAmerica USA 2024. pic.twitter.com/UNZymAM3B0— Selección Chilena (@LaRoja) May 6, 2024 Það gæti þó flækt málið að mótið fer fram í Bandaríkjunum, því óvíst er að Cabral yrði hleypt inn í landið. Cabral hefur aldrei leikið A-landsleik en áður en hann lenti í fangelsi hafði hann spilað fyrir U20-landslið bæði Argentínu og Síle. Hann er fæddur í Argentínu en afi hans er frá Síle. Copa America hefst 20. júní og þar eru Síle og Argentína saman í riðli, ásamt Kanada og Perú. Gareca þarf að velja 23 leikmanna landsliðshóp Síle fyrir 12. júní.
Copa América Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira