Á Bessastöðum? Ingunn Ásdísardóttir skrifar 11. maí 2024 09:00 Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Hvernig forseta vil ég sjá á Bessastöðum? Í svari mínu við þessari spurningu vil ég líta til framtíðar og skoða hvaða eiginleika ég tel að forseti Íslands þurfi að hafa til að gegna því embætti. Reynsla af stjórnmálum, þekking á innviðum og gangverki stjórnskipunar, gott tengslanet innanlands og utan – allt eru þetta afar nauðsynlegir og góðir eiginleikar sem vissulega munu koma sér ákaflega vel í embættinu. En það sem ég einkum vil sjá hjá mínum forseta er víðsýni, framsýni og ekki síst djörfungu. Djörfungu eins og fólst í því að ráðast í að reisa Hörpu upp úr holunni, þegar allt annað var í kaldakoli. Það var djörfung sem byggðist á víðsýni og framsýni og skilningi á því hvers virði það væri fyrir hrunþjóð að eignast hús eins og Hörpu, hvers virði það væri fyrir endurreisn sjálfstrausts þjóðarinnar, hvers virði það væri fyrir menningu og þroska lífsins í landinu að eiga Hörpu, í stað þess að neyðast til að horfa ofan í holuna næstu tuttugu árin. Ég vil forseta sem getur tekið ákvarðanir af slíku tagi, ef og þegar þörf krefur. Ég vil forseta sem veit og skilur hve fræði og vísindi skipta miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu þjóðar. Forseta sem hefur þor til að standa gegn öfgum og afturhaldsöflum og treysta vísindamönnum til að taka yfir og stýra aðgerðum við aðstæður sem enginn hefur þurft að takast á við fyrr, hvort sem um er að ræða heimsfaraldur eða náttúruhamfarir. Ég vil forseta sem kann að skilja á milli feigs og ófeigs þegar slíkar aðstæður koma upp. Nú veit ég vel að forsetaembættið er ekki beinn þátttakandi í stjórn landsins eða stjórnmálaþvargi daganna. En forseti landsins þarf að hafa innsæi, þekkingu og víðtækan skilning á þeim eyrarkaupum sem þar fara fram, þekkja innviði og umleitanir, samninga og málamiðlanir á þeim vettvangi. Vegna þess að á ögurstundum er forseti lykilpersóna á hinu pólitíska taflborði. Ég vil forseta sem íhugar mjög vandlega hvort hann/hún ætlar að nota hinn margumtalaða málskotsrétt og sem hefur sýnt gegnum fyrri verk sín og starfsferil að ákvörðun af slíkri stærðargráðu er ekki tekin að vanhugsuðu máli. Og ég vil forseta sem að tekinni ákvörðun um að nýta þennan rétt er treystandi til að nýta hann af víðsýni, framsýni og djörfung, íslensku samfélagi til gagns og góðs. Í embætti forseta vil ég sjá manneskju sem ég treysti til að standa undir þessum atriðum öllum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Höfundur er þjóðfræðingur og þýðandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar