Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:30 Stuðningsmenn Standard Liege hafa verið duglegir við að láta í ljós óánægju sína með bandaríska eigendur félagsins; 777 Partners. Getty/Sebastien Smets Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik. Belgíski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik.
Belgíski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira