Kletturinn Katrín Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. maí 2024 09:16 Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar