Félagaskiptaglugganum lokað fyrr en vanalega í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 15:00 Kylian Mbappé er langstærsta nafnið á lausu í sumar. Hann gaf það út á dögunum að hann færi frá PSG eftir tímabilið. Richard Heathcote/Getty Images Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt opnunartíma félagaskiptagluggans fyrir næsta tímabil. Lokadagur sumargluggans verður fyrr en vanalega en lokadagur vetrargluggans síðar en vanalega. Félagaskiptaglugginn mun fyrst opna föstudaginn 14. júní 2024 og standa opinn til föstudagsins 30. ágúst 2024, en hann hefur vanalega lokað 1. september. Þá opnar glugginn aftur strax á nýársdag, 1. janúar 2025, og mun standa opinn til mánudagsins 3. febrúar 2025. BREAKING: The Premier League has confirmed the transfer window dates for next season 🚨pic.twitter.com/C1sKqpcyPi— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 15, 2024 Er þetta gert til að „tryggja samræmi meðal stærstu deildanna og gert í góðu samráði við stærstu deildirnar sem munu allar loka félagaskiptagluggum á sama tíma,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar. Það má gera ráð fyrir meira fjöri á félagaskiptamarkaðnum í sumar ef fyrirliggjandi reglubreytingar á fjárhagslögum ensku úrvalsdeildarinnar ganga í gegn. Nýlega fékkst munnleg samþykkt fyrir því að fella úr gildi Profit & Sustainability (PSR) reglurnar, sem Everton og Nottingham Forest brutu með tilheyrandi stigafrádrætti. Þá er stefnt að því að taka upp svipað regluverk og UEFA notast við í Evrópukeppnum sínum en þar er einblínt á launakostnað, sem má ekki vera hærri en 70% af tekjum félagins, frekar en eyðslu félaganna á leikmannamarkaðnum. Vænta má frekari fregna og staðfestingu reglubreytingum þegar ársfundur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í byrjun júní. Enski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Félagaskiptaglugginn mun fyrst opna föstudaginn 14. júní 2024 og standa opinn til föstudagsins 30. ágúst 2024, en hann hefur vanalega lokað 1. september. Þá opnar glugginn aftur strax á nýársdag, 1. janúar 2025, og mun standa opinn til mánudagsins 3. febrúar 2025. BREAKING: The Premier League has confirmed the transfer window dates for next season 🚨pic.twitter.com/C1sKqpcyPi— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 15, 2024 Er þetta gert til að „tryggja samræmi meðal stærstu deildanna og gert í góðu samráði við stærstu deildirnar sem munu allar loka félagaskiptagluggum á sama tíma,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar. Það má gera ráð fyrir meira fjöri á félagaskiptamarkaðnum í sumar ef fyrirliggjandi reglubreytingar á fjárhagslögum ensku úrvalsdeildarinnar ganga í gegn. Nýlega fékkst munnleg samþykkt fyrir því að fella úr gildi Profit & Sustainability (PSR) reglurnar, sem Everton og Nottingham Forest brutu með tilheyrandi stigafrádrætti. Þá er stefnt að því að taka upp svipað regluverk og UEFA notast við í Evrópukeppnum sínum en þar er einblínt á launakostnað, sem má ekki vera hærri en 70% af tekjum félagins, frekar en eyðslu félaganna á leikmannamarkaðnum. Vænta má frekari fregna og staðfestingu reglubreytingum þegar ársfundur ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í byrjun júní.
Enski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira